Tíminn líður hratt...

Tíminn virðist vera mjög fljótur að líða því að mér finnst eins og að september sé ný búinn og að það sé ennþá byjun októbers... nei það er víst ekki þannig. Nóvember kemur núna á fimmtudaginn í næstu viku hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það er svo sem í lagi þar sem að það verður þá ennþá styttra í afmælið mitt.. og æfmælið okkar Árna! Við eigum 2 ára sambandsafmæli næstu helgi eða 4. nóv. Það er ekkert annað... tíminn er alltof fljótur að líða.
Ætla sennilega bara að taka því rólega um helgina þar sem að ég þarf að skrifa ritgerð í íslensku og lesa eitthvað smá í ensku því að ég er að fara í próf og “class essay” í lok næstu viku. Einnig þá held ég að ég hafi fengið minn skammt í 40 ára afmælinu hennar mömmu. Það er líka byrjað að kólna svo mikið að ég veit ekki hvort að ég sé orðin vön að djamma í svona miklum kulda ennþá.... en það á eftir að venjast þegar fer að líða á veturinn. Svo er heldur engin Birgitta til að pumpa mann upp til að fara út í skíta veðrið þegar málingin er ný þornuð framan í manni Tounge
Þangað til næst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband