24. október 2007

Vikan hálfnuð og mér finnst hún vera ný byrjuð. Á laugardaginn var afmæli hjá múttu minni sem að var að halda upp á fertugs afmælið. Ekkert nema gaman. Það var drukkið og sungið og allir voru vinir. Sonur hans Bill’s var þarna með okkur og hann er farinn að kalla okkur “one of the family” þrátt fyrir að við vorum að hitta hann í fyrsta skipti seinustu helgi. Hann er voða fínn drengur og ekkert nema yndæll.
Búið að vera mikið að gera í skólanum eins og vanalega. Er núna í voða kósí stemmingu þar sem að ég sit upp í rúmi og er að skrifa með kveikt á ketum og er að fá mér kaffisopa. Svo er ég með kveikt á útvarpinu svo að það sé ekki alger þögn.
Miklar breytingar búnar að vera á Bergþórugötunni hjá mér og Árna. Við fengum innblástur frá mömmu um að taka smá í gegn í íbúðinni. Þetta eru engar stórar breytingar en þrátt fyrir það þá er munurinn mikill.
Eins og ég hef sagt frá áður að þá seldum við Árni King size rúmið okkar en fengum rúmið hennar Svövu í staðin. Við fórum úr king size niður í queen size það eru alveg heilir 30 cm! Ekkert svakalega mikið en þó... hver sentimetri telur í litlu rými.
Við settum rúmið á annan stað og fengum okkur þá minna skrifborð í leiðinni sem að breytti mikilu þar sem að við fengum meira pláss. Eftir þessa minkun þá var allt í einu pláss fyrir heilan skáp sem að við keyptum og þar af leiðandi gátum við tekið niður fullt af hillum og kössum. Voða mikið pláss núna Smile
Hvað með það.. við keyptum skápinn í IKEA og Árni fór einn í þá ferðina. Ég áttaði mig síðan á því að við þyrftum fleiri herðatré. Ég fór þá með honum en vildi að ég hefði sleppt því. Það var komið svo mikið af jólavörum að ég hélt að 24. des væri á morgun. Ég er ekkert alltof hrifin af því þegar verið er að selja jólavörur mikið fyrr en einum mánuði fyrir jól... en það er bara ég.
Þangað til næst...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband