Stöðumælaverðir....

Helgin var góð. Fór á klúbbinn á laugardaginn eða um kvödið eftir að hafa verið hjá Björgu með stelpunum. Mikil biðröð inn á klúbbinn enda eini staðurinn sem að hleypir inn 18 ára sem að segir auðvitað að meðalaldurinn er 15-16 ára. Mikil slagsmál voru þegar ég ákvað að fara en það voru einhverjir strákaular sem þurftu greinilega á mikilli athygli að halda því það voru komnir 3 lögreglubílar.
Í dag er ég hinsvegar bara búina að vera í skólanum. Er að gera ritgerð núna og fór ég á bókasafnið við höfnina í dag til að ná í 2 bækur svo ég gæti haft góðar heimildir. Ég lagði hjá grillhúsi Guðmundar á þetta litla sæta plan. Ég stekk inn og er í mestalagi 5-10 mín. En þegar ég kem út og er búin að vera að drífa mig ekkert smá þá sé ég að ég er komin með sekt. Ég er farin að halda að stöðumælaverðirnir séu að elta mig. Það skiptir ekki máli þó að ég borgi í stöðimælin því að þegar ég er komin að bílnum þá er liðin mínota síðan að miðinn rann út og þangað til að ég kem að bílnum með nýjan en þá er líka komin sekt og ekki hægt að draga hana til baka þar sem hún er komin inn í kerfið.... þetta hefur komið 2 sinnum fyrir mig í þessum mánuði af þessum 3 sektum sem ég hef fengið.
Ég er komin með nokkrar lausnir að þessum vanda a) finna sér kall sem er stöðumælavörður b) gerast stöðumælavörður c) eiga alltaf um 1.000kr í klinki í bílnum.
Möguleika a) get ég ekki tekið þar sem að ég á kall sem að heitir Árni. Möguleiki b) ég er í voða góðri vinnu sem að ég vil ekki hætta í og þá er bara eftir c) ef að ég vil hætta að fá þessar sektir.
Þangað til næst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband