Dirty Gay

Þá var maður að fíflast í Belgíunni á carnivali. Voða gaman á þessum þriggja daga langa öskudegi sem er fullur af bjór og “dirty gay” ásamt gælunafninu big tits. Þannig er það að ég er einhverslags prinsessa á carnivali í Belgíu í bæ sem heitir Baasrode sem er á stærð við ja.. Ísafjörð.
Við fórum þangað ferðagengið mínus mamma og plús Árni. Komum hress og kát til Amsterdam og beint í lest til Belgíu og bjórsmökkun hjá vini vinar okkar um kvöldið. Daginn eftir er setningarhátíð carnivalsins þar sem ég er kölluð upp á svið og svo endar það með pöbbaröllti og hressilega mikið af bjór og þeim aukaverkunum.
Morguninn eftir vöknuðum við hress og skrúðganga var um hádegið og með því fylgdi smutterballen og kósí kvöld hjá mér og Árna.
Á mánudeginum var svo aðala sukkið. Allir í búninga og labbað á milli pöbba allt kvöldið. Mikið fyllerí og fíflalæti. Daginn eftir þurftum við að fara til baka í lest og svo í flugvél. Það er ekki frá sögu færandi en Árni ældi í ruslafötuna í lestinni... ég gerði það í flugvélinni. Þegar lestaferðinni var lokið vorum við Árni að labba um skiphól örvæntingarfull í að finna vin okkar makkadónalds eða karla fæði . com (KFC). Fundum bara kóng borgaranna og þurfti það að duga. Fórum í flugvélina og auðvitað vorum við Árni tekin í tollinum fyrir að vera með of mikið af konektil frá vini okkar súkkulaði kónginum. Konan í tollinum hélt að við værum að smygla eiturlyfjum í gegnum konfektmola... veit ekki hver hefur gert það en það tekur sennilega mikla vinnu. Fengum loksins að fara í gegn án þess að hafa verið sektuð eða handtekin og komum í fangið á múttu minni og fórum heim og fengum saltkjöt og baunir túkall.
Þannig var það...

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Baasrode er aðeins stærri en Ísafjörður það búa 12  þús. manns þar.

sjáðu myndir á

http://good-times.webshots.com/album/562364701JsJmbs?vhost=good-times 

Systa (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband