Dirty Gay

Þá var maður að fíflast í Belgíunni á carnivali. Voða gaman á þessum þriggja daga langa öskudegi sem er fullur af bjór og “dirty gay” ásamt gælunafninu big tits. Þannig er það að ég er einhverslags prinsessa á carnivali í Belgíu í bæ sem heitir Baasrode sem er á stærð við ja.. Ísafjörð.
Við fórum þangað ferðagengið mínus mamma og plús Árni. Komum hress og kát til Amsterdam og beint í lest til Belgíu og bjórsmökkun hjá vini vinar okkar um kvöldið. Daginn eftir er setningarhátíð carnivalsins þar sem ég er kölluð upp á svið og svo endar það með pöbbaröllti og hressilega mikið af bjór og þeim aukaverkunum.
Morguninn eftir vöknuðum við hress og skrúðganga var um hádegið og með því fylgdi smutterballen og kósí kvöld hjá mér og Árna.
Á mánudeginum var svo aðala sukkið. Allir í búninga og labbað á milli pöbba allt kvöldið. Mikið fyllerí og fíflalæti. Daginn eftir þurftum við að fara til baka í lest og svo í flugvél. Það er ekki frá sögu færandi en Árni ældi í ruslafötuna í lestinni... ég gerði það í flugvélinni. Þegar lestaferðinni var lokið vorum við Árni að labba um skiphól örvæntingarfull í að finna vin okkar makkadónalds eða karla fæði . com (KFC). Fundum bara kóng borgaranna og þurfti það að duga. Fórum í flugvélina og auðvitað vorum við Árni tekin í tollinum fyrir að vera með of mikið af konektil frá vini okkar súkkulaði kónginum. Konan í tollinum hélt að við værum að smygla eiturlyfjum í gegnum konfektmola... veit ekki hver hefur gert það en það tekur sennilega mikla vinnu. Fengum loksins að fara í gegn án þess að hafa verið sektuð eða handtekin og komum í fangið á múttu minni og fórum heim og fengum saltkjöt og baunir túkall.
Þannig var það...

Nýtt ár nýjir tímar eða hvað?

Gleðilegt nýtt ár.
Þá er komið 2008... á erfitt með að átta mig á því... þetta er orðið alltof fljótt að líða.
Það var bara frekar gaman hjá mér um áramótin, ég týndist allavegana ekki og komst heim án þess að meiða mig eða að fá kvef. Hitti mikið af skemmtilegu fólki og kvöldið endaði heima hjá mér um 08 um morguninn.
Ekki viss hvort ég ætli að hafa mikil áramóta heit þessi áramót þar sem að það er ekki mitt “thing” að standa við þau... eða svo leiðis. En eins og ég held að allavegana 90% af þjóðinni munu gera er að segjast fara meira í ræktin á þessu ári eins og hvert annað ár... verður þetta ár eitthvað öðruvísi en hin? Maður veit það svo sem ekki en ég veit að það verða svipaði viðburðir..
1. Ég byrja aftur í skólanum.

2. Ég fer í sumarfrí og verð að vinna allt sumarið.

3. Ég byrja aftur í skólanum eftir sumarfrí.

4. Jólin og nýtt ár. 

 Það sem gæti verið öðruvísi á þessu ári er að ég fari eitthvað í sumarfríinu og það er möguleiki að ég sé að fara til Belgíu í febrúar, annað veit ég ekki mikið um.

En þangað til að ég mæti í ræktnina... salute!


Ekkert mikið að gerast...

Ekki mikið búið að gera hjá manni. Bara búin að læra og klippa á sambandið við umheiminn. Prófin nálgast og einnig afmælið mitt svo eru það auðvitað jólin. Var að hugsa um að hafa smá hitting 8. des með vinum mínum en á sjálfan 7. des þá ætlar mamma að vera svo góð að elda fyrir mig lambalæri og svo kemur familían í kvöldmat.
Ætla að vera vinna mikið um jólin og vonast til að græða smá pening til að halda manni uppi fram á vor. Annars er ekkert að frétta... það verður örugglega ekki mikið að gerast fyrr en eftir próf.... þannig að þetta verður ekki meira í bili.

101 Reykjavík

Geggjað gaman um seinustu helgi. Fór í Selvík í bústað og það var mikið drukkið, sungið og haft gaman. Þeir sem að komur voru Adam, Björg, Hildur, Danni, Kolla, Hjálmar og Axel. Því miður vantaði Auði og Diljá en þær voru því miður að vinna þessa helgi þær koma þá bara næst. Allt fór vel fram, ekkert drama, slagsmál eða rifrildi. Vona að öllum hafi fundist jafn gaman og mér.
Svo er það búningaparty á laugardaginn en það er haldið hjá Drífu sem er að vinna með Árna. Ég ætla að vera french maid og Árni verður Earl úr þáttunum my name is Earl. Við erum alveg geggjað hugmyndarík þegar kemur að svona...
Annars er ekkert mikið að frétta. Það er að nálgast í próf og lítið annað sem ég er að gera annað en að læra eða vinna. Horfði á 101 Reykjavík í dag því að ég er að fara skrifa kvikmyndagagnrýni um hana fyrir kvikmyndaáfangan sem að ég er í. Fékk alveg þvílíkan aumingjahroll þegar ég var að horfa á hana. Margir segja að þessi mynd endurspegli menninguna á Íslandi vel. Ég er svona 95% sammála því, er ekki viss hversu margar einsæðar mæður búa í svona shabby íbúð með 30 syni sínum. Reyndar var móðir Hlyns(aðalpersóna myndarinnar) frekar artí en þegar þú ert komin á ákveðinn aldur þá held ég að þú viljir ekki vera í íbúð þar sem að baðkarið er inni í eldhúsinu. Einnig get ég ekki sagt að ég viti það með fullri vissu en ég er ekki viss um að það séu margir menn á Íslandi sem að fara aldrei úr hreiðrinu... eða hvað?
Þangað til næst...

Stutt í helgina

Eins og svo oft áður er brjálað að gera í skólanum.... en núna er tannlæknavesen að bætast ofan á! Var hjá tannlækni í dag og hann bendir mér á það að það þarf að taka úr mér endajaxlana með að gerð... ég er ekkert voðalega spennt... en ef það er það sem þarf að gera, þá það. Svo þarf ég líka að tala við tannréttingarlæknin vegna einhvers smáatriðis en það er bara eitthvað smotterí sem að þarf ekki mikið að gera við.
Pófin að nálgast og jólin með þeim. Hef ekki hugmynd um hvað ég á að gefa í jólagjafir en það er einn og hálfur mánuður í það....
Svo er það bústaðarferðin sem að er á morgun Smile  hlakka ekkert smá mikið til. Við Árni ætlum að pakka í kvöld og leggja svo af stað um leið og hann er búinn í vinnuni. Svo gæti verið að nokkrir vinir mínir kíkji á laugardaginn og gisti eina nótt...
Það verður meira stuð í blogginu eftir helgi.
Hasta luego..

Nóvember?

Þá er komin nýr mánuður. Þessi tími er skuggalega fljótur að líða. Áður en maður veit af þá eru komin jól og maður er á fullu í jólastressi að kaupa gjafir og allur sá pakki.
Hvað sem því líður þá er ég búin að vera á fullu í að læra vegna margra prófa sem hafa verið í þessari viku. Fer síðan að vinna um helgina og svo kemur önnur skólavika og svo um helgina þá förum við Árni upp í bústað Grin  Hlakka ekkert smá mikið til!! Alger afslöppun og ekkert nema dekur... það vona ég allavegana. Svo eigum við Árni 2 ára afmæli á sunnudaginn. Voða gaman.
Ekki mikið meira að gerast akkurat núna þannig...
Later Kissing



Stöðumælaverðir....

Helgin var góð. Fór á klúbbinn á laugardaginn eða um kvödið eftir að hafa verið hjá Björgu með stelpunum. Mikil biðröð inn á klúbbinn enda eini staðurinn sem að hleypir inn 18 ára sem að segir auðvitað að meðalaldurinn er 15-16 ára. Mikil slagsmál voru þegar ég ákvað að fara en það voru einhverjir strákaular sem þurftu greinilega á mikilli athygli að halda því það voru komnir 3 lögreglubílar.
Í dag er ég hinsvegar bara búina að vera í skólanum. Er að gera ritgerð núna og fór ég á bókasafnið við höfnina í dag til að ná í 2 bækur svo ég gæti haft góðar heimildir. Ég lagði hjá grillhúsi Guðmundar á þetta litla sæta plan. Ég stekk inn og er í mestalagi 5-10 mín. En þegar ég kem út og er búin að vera að drífa mig ekkert smá þá sé ég að ég er komin með sekt. Ég er farin að halda að stöðumælaverðirnir séu að elta mig. Það skiptir ekki máli þó að ég borgi í stöðimælin því að þegar ég er komin að bílnum þá er liðin mínota síðan að miðinn rann út og þangað til að ég kem að bílnum með nýjan en þá er líka komin sekt og ekki hægt að draga hana til baka þar sem hún er komin inn í kerfið.... þetta hefur komið 2 sinnum fyrir mig í þessum mánuði af þessum 3 sektum sem ég hef fengið.
Ég er komin með nokkrar lausnir að þessum vanda a) finna sér kall sem er stöðumælavörður b) gerast stöðumælavörður c) eiga alltaf um 1.000kr í klinki í bílnum.
Möguleika a) get ég ekki tekið þar sem að ég á kall sem að heitir Árni. Möguleiki b) ég er í voða góðri vinnu sem að ég vil ekki hætta í og þá er bara eftir c) ef að ég vil hætta að fá þessar sektir.
Þangað til næst.

Tíminn líður hratt...

Tíminn virðist vera mjög fljótur að líða því að mér finnst eins og að september sé ný búinn og að það sé ennþá byjun októbers... nei það er víst ekki þannig. Nóvember kemur núna á fimmtudaginn í næstu viku hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það er svo sem í lagi þar sem að það verður þá ennþá styttra í afmælið mitt.. og æfmælið okkar Árna! Við eigum 2 ára sambandsafmæli næstu helgi eða 4. nóv. Það er ekkert annað... tíminn er alltof fljótur að líða.
Ætla sennilega bara að taka því rólega um helgina þar sem að ég þarf að skrifa ritgerð í íslensku og lesa eitthvað smá í ensku því að ég er að fara í próf og “class essay” í lok næstu viku. Einnig þá held ég að ég hafi fengið minn skammt í 40 ára afmælinu hennar mömmu. Það er líka byrjað að kólna svo mikið að ég veit ekki hvort að ég sé orðin vön að djamma í svona miklum kulda ennþá.... en það á eftir að venjast þegar fer að líða á veturinn. Svo er heldur engin Birgitta til að pumpa mann upp til að fara út í skíta veðrið þegar málingin er ný þornuð framan í manni Tounge
Þangað til næst.

24. október 2007

Vikan hálfnuð og mér finnst hún vera ný byrjuð. Á laugardaginn var afmæli hjá múttu minni sem að var að halda upp á fertugs afmælið. Ekkert nema gaman. Það var drukkið og sungið og allir voru vinir. Sonur hans Bill’s var þarna með okkur og hann er farinn að kalla okkur “one of the family” þrátt fyrir að við vorum að hitta hann í fyrsta skipti seinustu helgi. Hann er voða fínn drengur og ekkert nema yndæll.
Búið að vera mikið að gera í skólanum eins og vanalega. Er núna í voða kósí stemmingu þar sem að ég sit upp í rúmi og er að skrifa með kveikt á ketum og er að fá mér kaffisopa. Svo er ég með kveikt á útvarpinu svo að það sé ekki alger þögn.
Miklar breytingar búnar að vera á Bergþórugötunni hjá mér og Árna. Við fengum innblástur frá mömmu um að taka smá í gegn í íbúðinni. Þetta eru engar stórar breytingar en þrátt fyrir það þá er munurinn mikill.
Eins og ég hef sagt frá áður að þá seldum við Árni King size rúmið okkar en fengum rúmið hennar Svövu í staðin. Við fórum úr king size niður í queen size það eru alveg heilir 30 cm! Ekkert svakalega mikið en þó... hver sentimetri telur í litlu rými.
Við settum rúmið á annan stað og fengum okkur þá minna skrifborð í leiðinni sem að breytti mikilu þar sem að við fengum meira pláss. Eftir þessa minkun þá var allt í einu pláss fyrir heilan skáp sem að við keyptum og þar af leiðandi gátum við tekið niður fullt af hillum og kössum. Voða mikið pláss núna Smile
Hvað með það.. við keyptum skápinn í IKEA og Árni fór einn í þá ferðina. Ég áttaði mig síðan á því að við þyrftum fleiri herðatré. Ég fór þá með honum en vildi að ég hefði sleppt því. Það var komið svo mikið af jólavörum að ég hélt að 24. des væri á morgun. Ég er ekkert alltof hrifin af því þegar verið er að selja jólavörur mikið fyrr en einum mánuði fyrir jól... en það er bara ég.
Þangað til næst...

Annar föstudagur...

Þá er aftur kominn föstudagur og ekkert nema gaman. Tók þennan dag með leti þema þar sem að ég mætti í náttbuxum, ullarsokkum, bol og hettupeysu í skólan í dag... veit að þetta er alveg stór merkilegt eða þannig. Er síðan búin að vera að hjálpa við undirbúning á stór afmælisveislunni hennar á morgun en hún er að fara halda upp á 40 ára afmælið sitt.
Ég er að fara að vakna eldsnemma á morgun og ná í rósir upp í mosó því að ég er síðan að fara að vinna á morgun kl. 10. Það verður bara gaman. Hafa mikið að gera.
Það er ekki mikið búið að gerast þessa viku... bara þetta vanalega nema að mamma átti afmæli á þriðjudaginn og ég fór út að borða með henni og Árna (my treat) og... já... annars bara skólinn og endalaus heimavinna...
Hef þetta ekki lengra í bili Smile

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband