Þessi venjulegi dagur..

Þá er komin 1 og1/2 vika síðan besta rúm í heimi var selt. Og síðan að þetta gerðist þá höfum við Árni þurft að sofa á uppblásinni tjalddýnu og ég get allavegana sagt að það fer ekki vel með bakið á þér eftir svona langan tíma. Var að tala við svövu sem að sagði mér það að við myndum með öllum líkindum fá rúmið á laugardaginn.
Við Árni erum líka að leita að minna skrifborði þannig að ef einhver veit um gott skrifborð sem eru 60 cm djúpt, endilega að hafa samband. Það er á eftir að myndast aðeins meira pláss hjá okkur eftir að við fáum nýtt skrifborð og nýtt rúm sem að verður um 30 cm minna en það sem að við vorum með. Miklar breytingar.. sennilega jafn miklar breytingar og hægt er að gera í þessari litlu íbúð okkarSmile .
Annars er ekkert mikið búið að gerast í dag. Svaf yfir mig í morgun og missti af fyrsta tíma en tel það ekki hafa verið mikill missir þar sem leiðilegasti kennarinn minn var að kenna. En þrátt fyrir það þá á ég ekki að vera að skrópa.... en ég er bara búin að fá svo lítin svefn upp á síðkastið þar sem að ég er að sofa á uppblásinni tjaldínu! Hvað sem því líður þá var ég með fyrirlestur í dag og tölvurnar upp í skóla voru enn og aftur að sýna hversu góðar þær eru með því að frosna 2 sinnum í röð. Þrátt fyrir það þá náði ópurinn minn að flytja þennan fína fyrirlestur um sterkar kvennpersónur í íslenskum kvikmyndum (í áfanganum íslenskar kvikmyndir).
Þegar heim var komið beið ekki mikið meria en heimalærdðomur fyrir mig og er ég búin að vera gera lítið annað eftir að ég kom heim og þanga til að ég náði í Árna í vinnuna.
En svona var þessi áhugaverði dagur hjá mér.....
Þarngað til næst..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband