13. október 2007

Komin í vetrarfrí og ekkert smá gaman. Gærdagurinn eða kvöldið var geðveikt. Fór í party upp í mosó með Ásu og Ása hjá vini hans Ása. Svo vorum við öll að fara á Dirty South. Mesta fjörið var samt örugglega í þessu partyi hjá tvíburunum Thelmu og Selmu. Þegar ég kom inn í þetta party þá þekkti ég ekki neinn nema Ásu og Ása eitthvað smá. Þegar ég fór út þá var ég búin að tala við flest alla og komin í góðan gír. Þarna kynntist ég mikið af skemmtilegu fólki. Svo hitti ég Ástu sem er að vinna með mér hjá Kaffitár en hún er litla frænka Selmu og Thelmu. Það var bara snilld að hitta hana þarna Grin  hvað um það.. þetta party var ekkert smá skemmtilegt að mínu mati og ég var að skemmta mér ekkert smá vel.
Fékk síðan far með Heru og Rebekku vinkonu hennar niður í bæ þar sem að ég fór á 7,9,13. Var þar í smá stund en fór síðan þaðan á sólon þar sem að ég þekkti engan en labbaði yfir á bar 11 þar sem var nóg af fólki en ég þekkti ekki sálu. Ákvað þá að þetta væri kannski bara orðið gott þar sem að klukkan var að verða 04. En það sem að var mesta klúður kvöldsins var að 1) ég fór ekki inn á Dirty South og 2) ég gleymdi símanum mínum í bílnu hjá Árna þegar að hann skutlaði mér þannig að ég gat ekki náð á neinn né neinn í mig... smá klúður.
Í dag fórm við Árni á þingvelli og að skoða Kerið. Voða gaman og smá tilbreyting á þessari vanalegu helgi. Tókum mikið af myndum og vorum að túristast Cool
Svo erum við að fara með Hjálmari, Axel, Björgu, Kollu og Hildi, veit ekki hvort Auður og Diljá ætli að koma en við erum að fara í bústað í kvöld og hafa gaman þar.
Þangað til næst...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband